Traustur vinur 2007

Jæja þá er enn einn hittingur á enda og að þessu sinni var það haldið á Höfn í blíðskapar veðri, smá roki og nokkrir dropar.  Þeir sem sáu sér fært að mæta voru Arnar,Freyr, Örn, Rangar og Einar (ótrúlegt en satt) sem reyndar hvarf á sunnudeginum og hafa traustir vinir ekki séð hann síðan.

Mikil gleði var og byrjaði gleðin á föstudagskvöldinu með pókermóti þar sem Örn hafði sigur úr bítum og margir bjórar fóru í maga. Morguninn eftir var svo farið í golf á golfvellinum á Djúpavogi. Þar hittum við hann Viðar og Kristó son hans. Ákveðið var að spila 18 holur þarna og svo 9 holur á Höfn þar sem Einar gat ekki komis með á Djúpavog. Keppt var um hinn glæsilega titil TV-Classic bikar og áttu bestu 9 holurnar að gilda. Eins og við mátti búast þá fór Freyr með glæsilegan sigur á hólmi með því að fara fyrri 9 holurnar á 43 höggum eða 8 yfir pari. Seinni hringurinn hjá honum var jafn lélegur og sá fyrri var glæsilegur.  Þegar heim var komið á Höfn fóru Arnar, Ragnar, Örn og Einar á golfvöllinn á höfn til að spila 9 holur en Freyr var það sigurviss að hann ákvað að vera heima í tjaldi að sinna konu og barni. Þeir drengir spiluðu einungis 5 holur vegna mikilla vinda. Um kvöldið var svo farið í póker og þar var það Ragnar sem tók pottinn, Arnar var kallaður heim af yfirmanni sínum þetta kvöld.  Sunnudagurinn fór í að sofa út og svo fóru menn að horfa á Man U og Chelsea spila í Góðgerðaskjöldinum, og þar reddaði Van de Sar man u í vító.  Eftir það var svo skellt sér í minnstu sundlaug á Íslandi. Eitthvað mistókst þeim að byggja nýja laug þarna á Höfn og því var keppt í 12 metra laug. Eftir sundið var farið að leita að honum Einari enn hann fannst hvergi og þá var kölluð út björgunarsveitinn til að aðstoða við leitina á honum en hann svaraði ekki síma sínum. Það var ekki fyrr en menn úr UMSK létu leitarmenn vita að hann hafi pakkað saman og farið heim án þess að kveðja sínu Traustustu vini. En við eru góðir vinir og fyrirgefum honum þetta atvik svo lengi sem það gerist ALDREI aftur. Seinna um kvöldið var svo farið að horfa á flugelda sýninguna og var hún stórglæsileg. Þegar komið var í tjaldið var tekinn 3 manna póker og þar fór Freyr með sigur á hólmi í tveimur pókermótum.

Póker sigurvegarar: Örn - Ragnar - Freyr - Freyr.

Golfari ársins: Freyr Brynjarsson

Pútt ársins: Ragnar og Arnar

Vippa ársins: Freyr og Örn

Stöðuleiki ársins: Arnar

Drivari ársins: Kristófer Viðarsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir,  við ráðum okkur ekki allir sjálfir ;) en kallinn renndi heim á leið um 17.30 á sunnudeginum ásamt fjölskyldunni og eina leiðin mín til að afsaka þessar gjörðir og fá fyrirgefningu er að bjóða mönnum í plokkara og póker. Nú hafa viðbrögð borist frá flestum TV vegna heimboðs en ég auglýsi eftir F-unum tveimur og Ragnari - sem þarf að mæta þar sem ég skulda honum að hirða af honum aleiguna í Póker.

 Vonast til að sjá sem flesta á laugardag.

kv

EÁJ

EÁJ (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Örn Arnarson

Ágætlega farið yfir málin þarna og Einar hefur útskýrt sitt mál.  Þá sýnir hann gífurlegan drengskap og alúð að bjóða mönnum heim um komandi helgi.  Ég vona að sem flestir þekkist boðið.

Örn Arnarson, 8.8.2007 kl. 10:06

3 identicon

jæja gott að maður fær tvo titla

Ég mæti að sjálfsögðu á laugardag en kl. hvað??

og hvar????''

kv. Arnar

Arnar (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Traustur Vinur
Traustur Vinur
Félagsskapur 8 ungra kennara og fjölskyldna þeirra.

Spurt er

Hver er traustasti vinurinn?

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband