Færsluflokkur: Bloggar
8.9.2007 | 18:02
Hittingur?????????????'
jæja nú er mál að einhver bjóði heim í enska.
Anyone????????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2007 | 09:29
Hvenær horfum við á Enska saman??
Jæja drengir eigum við ekki að fara skipuleggja hitting?
það er að koma sept.
kv. Arnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.8.2007 | 16:38
Póker og plokkari frestað
Menn hafa ákveðið að fresta hitting sem átti að vera á laugardaginn fram í september. Það verður því að bíða að ég taki alla peningana af ykkur þangað til þá.
KV. Freyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 22:31
Traustur vinur 2007
Jæja þá er enn einn hittingur á enda og að þessu sinni var það haldið á Höfn í blíðskapar veðri, smá roki og nokkrir dropar. Þeir sem sáu sér fært að mæta voru Arnar,Freyr, Örn, Rangar og Einar (ótrúlegt en satt) sem reyndar hvarf á sunnudeginum og hafa traustir vinir ekki séð hann síðan.
Mikil gleði var og byrjaði gleðin á föstudagskvöldinu með pókermóti þar sem Örn hafði sigur úr bítum og margir bjórar fóru í maga. Morguninn eftir var svo farið í golf á golfvellinum á Djúpavogi. Þar hittum við hann Viðar og Kristó son hans. Ákveðið var að spila 18 holur þarna og svo 9 holur á Höfn þar sem Einar gat ekki komis með á Djúpavog. Keppt var um hinn glæsilega titil TV-Classic bikar og áttu bestu 9 holurnar að gilda. Eins og við mátti búast þá fór Freyr með glæsilegan sigur á hólmi með því að fara fyrri 9 holurnar á 43 höggum eða 8 yfir pari. Seinni hringurinn hjá honum var jafn lélegur og sá fyrri var glæsilegur. Þegar heim var komið á Höfn fóru Arnar, Ragnar, Örn og Einar á golfvöllinn á höfn til að spila 9 holur en Freyr var það sigurviss að hann ákvað að vera heima í tjaldi að sinna konu og barni. Þeir drengir spiluðu einungis 5 holur vegna mikilla vinda. Um kvöldið var svo farið í póker og þar var það Ragnar sem tók pottinn, Arnar var kallaður heim af yfirmanni sínum þetta kvöld. Sunnudagurinn fór í að sofa út og svo fóru menn að horfa á Man U og Chelsea spila í Góðgerðaskjöldinum, og þar reddaði Van de Sar man u í vító. Eftir það var svo skellt sér í minnstu sundlaug á Íslandi. Eitthvað mistókst þeim að byggja nýja laug þarna á Höfn og því var keppt í 12 metra laug. Eftir sundið var farið að leita að honum Einari enn hann fannst hvergi og þá var kölluð út björgunarsveitinn til að aðstoða við leitina á honum en hann svaraði ekki síma sínum. Það var ekki fyrr en menn úr UMSK létu leitarmenn vita að hann hafi pakkað saman og farið heim án þess að kveðja sínu Traustustu vini. En við eru góðir vinir og fyrirgefum honum þetta atvik svo lengi sem það gerist ALDREI aftur. Seinna um kvöldið var svo farið að horfa á flugelda sýninguna og var hún stórglæsileg. Þegar komið var í tjaldið var tekinn 3 manna póker og þar fór Freyr með sigur á hólmi í tveimur pókermótum.
Póker sigurvegarar: Örn - Ragnar - Freyr - Freyr.
Golfari ársins: Freyr Brynjarsson
Pútt ársins: Ragnar og Arnar
Vippa ársins: Freyr og Örn
Stöðuleiki ársins: Arnar
Drivari ársins: Kristófer Viðarsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2007 | 10:42
Veðrið um helgina!
Jú eftir miklar veðurathuganir þá verður líklega rigning á föstudag og laugardag en á sunnudag og mánudag verður fínt veður og 14 stiga hiti. Það er verður nóg að gera þarna á Höfn og hægt að fara inn í íþróttahús og horfa á keppt í hinum ýmsu íþróttagreinum á föstudag og laugardag. Það styttir upp á laugardagskvöldinu og þá verður hægt að grilla og veita mér verðlaunin úr golfinu.
Koma svo fólk drullast til að mæta og þá bara með aukaföt.
Kv. Freyr "frjósemis guð"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.7.2007 | 12:39
Hvar verður tjaldað?
Hvar ætla menn að setja tjöldin niður? Verðum við á tjaldsvæðinu inná Höfn eða verðum við fyrir utan?
Tjaldsvæðið sem tilheyrir landsmótinu er frítt, veit ekki hvernig er með það ef við verðum fyrir utan svæðið.
Skipuleggjendur !!!!!?
Kv. Freyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2007 | 13:29
Mæting um næstu helgi!
sælir drengir
Verður þetta besta mæting á TV ever?????????
Mér skilst að ég, öddi og flóki fljótum austur saman á föstudag
Freyr, fjsk og Raggi og fjsk. fljóti saman á föstudag
Einar og fjsk fljóta á fimmtudag
Viddi kemur í golf á laugardag.
allir nema Frikki en hann er löglega afsakaður.
kv. Arnar Ingjaldsfífl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2007 | 23:50
Menn að fjölga
Leit við á heimasíðunni hans Vidda og þar greip mig punktur að Viddi sé að verða Pabbi í þá 4 sinn er það ekki, alveg að fara skáka Frikka. Svo er Flóki með eitt á leiðinni ekki rétt? Arnar og ég erum búin að plana fæðingarorlof vorið 2009. Hvernig er það Viddi og Flóki hvenær á svo vona á nýjum TV-ingum?
Kv.Freyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2007 | 22:57
Mættur/fjarverandi
Nú þegar líður að TV2007 er ekki úr vegi að rifja upp hverjir hafa látið sjá sig í gegnum tíðina. Látum okkur sjá:
2001 - Egilsstaðir
Umsjónarmenn voru Freyr og Ragnar og Arnar, Flóki og Örn dengdu sér austur. Heví stuð!
2002 - Kirkjubæjarklaustur
Umsjónarmenn voru Örn og Viðar, en auk þeirra voru alla helgina þeir Arnar og Ragnar. Einar og Flóki mættu í maraþon-golf. Konur og börn komu í fyrsta sinn.
2003 - Borgarnes/Akranes
Umsjónarmenn voru Einar og Arnar. Ekki stóð hátíðin yfir nótt, en farið var í golf í Bongó og grillað á Skaganum. Aðrir sem mættu voru Örn, Freyr, Flóki og Friðrik.
2004 - Mosfellsbær
Umsjónarmenn voru þeir Friðrik og Flóki. Farið var í golf, sund og grillað hjá Frikka. Mættir voru, auk umsjónarmanna, Arnar, Örn, Freyr og Einar.
2005 - Hvolsvöllur
Umsjónarmenn voru Ragnar og Arnar. Loksins komst aftur eðlileg mynd á hátíðina eftir lægð. Mættir voru Freyr, Örn og Flóki, auk þess sem Frikki mætti í golfið. Flestir höfðu fjölskylduna með.
2006 - Akureyri
Umsjónarmenn voru Freyr og Viðar. Fyrsta sinn um Verslunarmannahelgina. Mæting: Örn, Arnar og Ragnar og allir með fjölskyldurnar með.
2007 - Höfn
Umsjónarmenn Einar og Örn. Mæting ???????????
Tökum þetta saman í töflu
1.-2. sæti Arnar og Örn 6 stig
3. sæti Freyr 5 stig
4. sæti Flóki 4,5 stig
5. sæti Raggi 4 stig
6.-7. sæti Einar og Frikki 2,5 stig
8. sæti Viðar 2 stig
0,5 stig fást fyrir að mæta bara í golfið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar